20120626_155edit.jpeg
Asplenium
 

Asplenium er ættkvísl um 700 burknategunda í Aspleniaceae ættinni og er af flestum grasafræðingum talin eina ættkvísl ættarinnar. Þetta er breytileg ættkvísl með nokkrum undirflokkum, sem stundum eru flokkaðar sem sér ættkvíslir.

 

  • Asplenium scolopendrium - hartartunguburkni

in Iceland

White on Transparent (2).png

Gardening

IS fáni.jpg
  • HOME

  • THE GARDEN FLORA

  • BLOG

  • ABOUT

  • CONTACT

  • FORUM

  • More

    Recent posts

    Members

    1. Forum
    2. The Garden Flora
    3. Roses
    4. Rósin 'Empress Joséphine'
    Search
    Rannveig Guðleifsdóttir
    Oct 8, 2019

    Rósin 'Empress Joséphine'


    'Empress Joséphine' er Frankfurt rós, sem er afbrigði af Gallica rósunum. Frankfurt rósir eru yfirleitt stórvaxnari og með grófgerðara laufi en Gallica rósirnar og oft heldur harðgerðari. Keisaraynjan verður þokkalega stór runni, um meter á hæð og blómstraði nokkuð vel hjá mér í góðum árum. Blómin eru ótrúlega falleg, mjög mikið fyllt með sterkum ilmi, ljósbleik yst en dökknar eftir því sem nær dregur miðju. Krónublöðin eru mjög þunn, minna helst á silkipappír, sem gefur blóminu sitt fínlega yfirbragð, en þýðir því miður að blómin þola ekki rigningu. Svo eins falleg og hún er, þá er íslensk veðrátta ekki sérlega hentug fyrir hana.

    0 comments
    0

    gardaflora@gardaflora.is    I     © 2019  Gardening in Iceland

    • Facebook App Icon
    • Instagram Social Icon